Handbolti

Meistarflokkur karla hefur æft mjög vel í allt sumar og ætla sér að koma vel undirbúnir til leiks þegar Olísdeildin hefst þann 10.september. Einn liður í þessu er að halda saman þeim kjarna sem byggður hefur verið upp síðustu 2 árum og nú í vikunni gengu 3 leikmenn frá framlengingu á samningum sýnum til vorsins 2019.

Guðmundur Birgir Ægisson sem var einn af lykilmönnum meistarflokks á síðasta tímabili. Öflugur varnarmaður og flottur hornamaður, sem einnig getur leyst skyttustöðuna. Guðmundur sem er 27 ára gamall varð Íslandsmeistari með Fram 2013 og tók sér síðan smá hlé frá handbolta þar til hann kom til Víkings á síðasta tímabil.

Screen Shot 2017 08 02 at 17.00.28

Bjartur Hreiðarsson, 20 ára línumaður sem getur einnig spilað skyttu. Bjartur með sýna 205 cm var algjör lykilmaður í 2.fl. sem lék til úrslita á Íslandsmótinu á síðasta tímabili. Gríðarlegt efni hér á ferð, sem verður gaman að fylgjast með á næstu árum.

Screen Shot 2017 08 02 at 17.00.35

Bjarka Garðarsson markmann þarf vart að kynna fyrir Víkingum. 24 ára uppalinn og gegnheill Víkingur sem alltaf leggur sig 100% fram. Stóð vaktina með Einari í fyrra og fékk kannski ekki alltof mörg tækifæri, en alltaf klár þegar á þarf að halda.

Screen Shot 2017 08 02 at 17.00.41

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna