Handbolti

Strákarnir í 2.flokki karla eru komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á Val í gær 22 – 19.

Strákarnir voru ákveðnir frá byrjun að landa góðum sigri gegn sterku Valsliði en nokkrir af þeirra leikmönnum hafa verið í Evrópuhóp Valsmanna.

Valsmenn voru með frumkvæðið í byrjun leiks en með tveimur góðum mörkum í lok fyrri hálfleiks fóru Víkingar með 1 marks mun til hálfleiks, 13-12. Seinni hálfleikur byrjaði með hörku vörn og markvörslu en eftir 10 mínútna leik höfðu liðinn aðeins skorað sitthvor tvö mörkin. Næstu 13 mín var munurinn aldrei meira en 2 mörk okkur Víkingum í vil en þegar um 4 mínútur voru eftir ag leiknum skoraði Styrmir Steinn gott mark, Einar varði glæsilega og í næstu sókn skoraði Arnór gott mark eftir gegnumbrot og Víkingar með 4 marka forystu og skammt eftir af leiknum. Besti maður leiksins Logi sigldi svo sigrinum inn með tveimur mörkum í lokinn og þriggja marka sigur, 22-19, í höfn.

Þetta var sannkallaður liðssigur þar sem vörn með Hjalta í fararbroddi og Einar í ham í markinu var okkar aðall. Eins og áður var sagt þá var Logi frábær í leiknum með 10 mörk en að auki stjórnaði hann leik okkar af stakri snilli. Annars dreifðist markaskorið vel í leiknum.

Það er ljóst að Gunnar þjálfari er að gera góða hluti með okkar framtíðarleikmenn og verður spennandi að fylgjast með þessum strákum á komandi árum.

Sigurinn tryggir okkur sæti í úrslitum gegn sterku liði Fram en uppistaða þeirra liðs eru leikmenn úr meistaraflokki þeirra og því um verðugan andstæðing að ræða en með svipaðri baráttu og í kvöld er góður möguleiki á sigri um helgina.

Það voru um 100 áhorfendur á leiknum í kvöld og skemmtu þeir sér konunglega en vonandi náum við að fylla Fylkishúsið á laugardaginn en við hvetjum alla Víkinga að mæta á laugardaginn í Fylkishúsið á úrslitaleikinn og hvetja okkar stráka til sigur en tímasetning liggur enn ekki fyrir en hún verður vel auglýst hérna á síðunni okkar.
Það eru kominn um 10 ár síðan við áttum 2 flokk í úrslitum þannig að það er kominn tími á titill.

Markvarsla: Einar með 16 varða eða 43% markvörlsu en að auki var hann með tvær stoðsendingar. Frábær leikur.

Markaskor: Logi 10, Biggi 4, Maggi 2, Hjalti 2, Arnar Gauti 1, Arnar Huginn 1, Arnór 1, Styrmir 1.

Víti 3 af 4.
Hraðaupphlaup 5 mörk.
Fríköst 42 þar af 19 í seinni hálfleik sem sýnir baráttuna í vörninni.
Tapaðir bolta 12
Sóknarnýting var 42%

Áfram Vikingur.

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna