Handbolti


Afturelding byrjaði vel og náðu 3-1 forystu en þá tóku Víkingar við sér og náðu fljótt góðri forystu sem þeir héldu út leikinn.
Vörn og markvarsla var frábær í kvöld með Einar og Hjalta í farabroddi. Sókninn var á köflum mjög góð og í seinni hálfleik náðu strákarnir að skora góð mörk úr hraðaupphlaupum. Um miðjan seinni hálfleik var munurinn orðinn 8 mörk en strákarnir gáfu aðeins eftir í lokinn en lönduðu samt öruggum sex marka sigri.

Þetta var öflug liðsheild en Einar var frábær í markinu með 20 varða bolta, eitt mark og tvær stoðsendingar. Maður leiksins var samt sem áður Hjalti sem batt vörnina saman, skoraði 6 mörk og fískaði fjögur víti, besti leikur Hjalta í veitur ekki spurning. Annars voru allir að standa sig vel og markaskor dreifðist mjög vel.
Fjölmargir áhorfendur voru á leiknum og góð stemming en næsti leikur er gegn Val á heimavelli og hvetjum ykkur Víkinga að mæta og styðja strákana, leikdagur hefur ekki verið ákveðinn en við hendum því hérna inn um leið og við vitum leikdaginn.

Markaskor:
Biggi 6, Hjalti 5, Logi 4, Styrmir 4, Arnar Gauti 4, Arnar Steinn 1, Maggi 1, Einar 1.

Áfram Víkingur !! 

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna