Handbolti

Víkingar voru að spila flottan varnarleik og Einar í góðu formi í markinu en sóknarleikurinn var í erfiðleikum og hraðaupphlaupin vantaði algjörlega.

Víkingar byrjuðu seinni hálfleik einum færri og í vörn en með hörku vörn og markvörslu náðu þeir samt sem áður skora fyrstu tvö mörkinn og jafna leikinn. EFtir það skiptust liðinn á að vera með forustuna og leikurinn í járnum. Þegar 10 mín voru eftir þá leiddi KR með einu marki en við tók frábær 5 mín 3-0 kafli og Víkingar í góðum málum 20-18. Gústi þjálfari KR tók leikhlé en eftir það þá sáu Víkingar ekki til sólar og KR skoraði síðustu 4 mörkinn og tryggðu sér góðan sigur. Á lokakaflanum vantað kólkindi og heppni með okkur Víkingum en fjölmörg góð tækifæri fóru forgörðum til að halda forystunni eða jafna leikinn því miður.

Strákarnir læra af þessu en fyrir utan síðustu 5 mín voru þeir að spila flottan bolta. Einvíginu er samt sem áður engan veginn lokið en það þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram og eru strákarnir staðráðnir að landa sigri á laugardaginn í Frostaskjólinu og fá þannig  oddaleik í Víkinni á þriðjudaginn. Með stuðningi okkar Víkinga þá er þetta vel hægt og hvetjum við alla Víkinga að mæta á laugardaginn að styðja strákana.

Munið KR-Víkingur á laugardaginn í Frostaskjólinu kl 16:00.

Tölfræði 

Markvarsla:
Einar 14 varðir, 21 mark á sig eða 40% sem er flott frammistaða.
Bjarki kom inn á í einu víti en náði ekki að verja það þó svo að það munaði ansi litlu.

Mörk:
Víglundur 6, Logi 5, Biggi 3, Hlynur 3, Maggi 2, Ægir 1.

Tapaðir boltar 10
Sóknarnýting 47%

 

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna