Félags fréttir

Í gær voru veitt verðlaun í árlegri jólakortasamkeppni Víkings.

Víkingur FH 64Víkingur tók á móti FH í Víkinni sunnudaginn 22. nóvember. Þetta var þriðji leikur Víkinga á einni viku. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. FH var fyrir leikinn í þriðja neðsta sæti og þurfti mjög á stigum að halda til að spyrna sér aðeins lengra frá botninum. Víkingur var sem fyrr í neðsta sæti en hafði gert tvö jafntefli í síðustu tveimur leikjum. Með sigri myndu þeir nálgast neðstu lið deildarinnar enn frekar.

Víkingar sóttu Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn fimmtudagskvöldið 18. nóvember. Afturelding var í efri hluta deildarinnar þannig að fyrirfram var búist við torsóttum leik hjá Víkingum. Ánægjulegt var að Jóhann Reynir var á leikskýrslu en hann er að ná sér eftir að hafa meiðst vegna dýrkeyptrar bilunar í gólfþvottavél í Víkingsheimilinu um miðjan október.

Afturelding Víkingur 10

 

Afturelding Víkingur 5Víkingar byrjuðu leikinn vel og komust í 1-2, 4-3 og 5-4. Þeir höfðu undirtökin fram yfir miðjan fyrri hálfleik. Þá skoraði Afturelding fjögur mörk í röð án þess að Víkingar næðu að svara og náðu forystu 8-7. Á þessum tíma misnotaði Víkingur fjögur galopin dauðafæri í röð. Það átti eftir að vera dýrt. Víkingar náðu þó vopnum sínum undir lok hálfleiksins og skoruðu fjögur síðustu mörkin og höfðu góða forystu í hálfleik 8-11.

Afturelding Víkingur 21Afturelding kom ákveðin til leiks í seinni hálfleik og spilaði agressivari vörn, sem Víkingar áttu í nokkrum vandræðum með. Þeir héldu þó forystu í leiknum en Afturelding nálgaðist smám saman. Afturelding náði að jafna leikinn 17-17 þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Hvorugu liðinu tókst að skora það sem eftir lifði leiks og skiptu því stigunum með sér. Bæði lið höfðu möguleika á að tryggja sér sigurinn á síðustu mínútu leiksins en hvorugt þeirra hafði heppnina með sér.

Afturelding Víkingur 32Víkingar geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki farið með öruggan sigur í þessum leik. Fyrir leikinn hefðu þeir verið ánægðir með stig úr leiknum en eins og leikurinn spilaðist þá töpuðu þeir stigi. Víkingar misnotuðu alls níu opin dauðafæri og það telur í leik gegn eins sterku liði og Aftureldingu. Magnús stóð í markinu allan tímann og varði alls 13 skot. Karolis var markhæstur Víkinga með sex mörk þrátt fyrir að hafa haft mann á sér allan leikinn. Víkingar mega búast við að þessi leikaðferð verði notuð til að brjóta niður sóknarleik liðsins og þurfa því að finna lausn á henni. Karolis átti m.a. neglur í markið beint úr aukaköstum sem hefur ekki sést oft í leikjum vetrarins. Hlynur kom einnig sterkur inn og skoraði fjögur góð mörk úr horninu. Jói kom dálítið inn á völlinn og er það fyrr en ætlað var mögulegt í október þegar hann varð fyrir meiðslunum.

Þessir skoruðu mörkin:

- Karolis Stropus
- Hlynur Óttarsson
- Atli Karl Bachmann
- Atli Hjörvar Einarsson 
- Jón Hjálmarsson
- Bjartur Guðmundsson
- Ægir Hrafn Jónsson

Víkingur mun standa fyrir fjáröflun fyrir barna- og unglingastarf sunnudaginn 22. nóvember næstkomandi þegar safnað verður dósum.

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna