Forsíðan
Fréttatilkynning: Víkingur semur við Halldór Smára og Milos

Knattspyrnudeild Víkings lýsir mikilli ánægju með að hafa komist að samkomulagi við Halldór Smára Sigurðsson og Milos Ozegovic um að þeir leiki áfram með félaginu eftir yfirstandandi tímabil.

Björk Björnsdóttir fyrirliði mfl. kvenna í 100 leikjaklúbbinn

Ekki einasta fór Björk Björnsdóttir markvörður HK/Víkings fyrir sínu liði um síðustu helgi þegar það landaði deildarmeistaratitili og tryggði sér um leið sæti í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili heldur gekk Björk til liðs við 100 leikjaklúbbinn sem leikmenn sem leikið hafa meira en 100 leiki með meistaraflokki kvenna skipa

Fyrsti leikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna

Á morgun, laugardag hefur meistaraflokkur kvenna í handbolta keppni þegar liðið heimsækir Fram U í Safamýrina, hefst leikurinn kl. 13:30. Þetta er annað tímabil liðsins eftir að flokkurinn var endurreistur, í hópnum er góð blanda af ungum og efnillegum stelpum ásamt með eldri og reynslumeiri leikmönnum. Markmiðið fyrir komandi tímabil er að festa liðið í sessi og gera það tilbúið til að fara upp um deild og etja kappi við þær bestu, þar viljum við vera. Við hvetjum yngri iðkendur og aðra áhangendur til að fylgja liðinu í vetur og styðja stelpurnar.

Margrét Eva valin í U - 19 ára landslið kvenna

Margrét Eva Sigurðardóttir leikmaður HK/Víkings hefur verið valin í U19 landslið til að spila fyrir hönd Íslands í undankeppni EM 2018.

Riðillinn verður spilaður í Þýskalandi 10-19 september.

Víkingar eru stoltir að eiga fulltrúa í þessum flotta hópi og óskum henni innilega til hamingju með ósk um gott gengi.

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna