Forsíðan
Logi Ólafsson ráðinn þjálfari Víkings

Logi Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Víkings.

Stjórn Knattspyrnudeildar Víkings lýsir yfir ánægju með að fá Loga til starfa. Að fá þjálfara með svo mikla reynslu og þekkingu á íslensku deildinni er mikill fengur fyrir félagið, leikmenn og stuðningsmenn. 

Fréttabréf Víkings

Fréttabréf Víkings er komið út. 

Maí/júní blaðið er að vonum fullt af efni og af nógu að taka í fréttum frá félagsmönnum. 

Blaðið kemur nú út í 3 skipti á árinu. 

Í blaðinu að þessu sinni má finna fréttir af meistaraflokkum félagsins og jafnframt yngri flokkum. 

Góður árangur hjá yngri flokkum á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. 

60 ár liðin frá því fyrstu lög fulltrúaráðs Víkings voru sett. Myndir og umfjöllun um sumardaginn fyrsta og Cheerios mót Víkings ofl. 

Þú getur nálgast blaðið með því að klikka hér 

 

Áfram Víkingur!!

 

Víkingur - Breiðablik // Atgeirinn

Pepsi-deildin 4. umferð

Næsti leikur Víkings er gegn Breiðablik á morgun sunnudaginn 21. maí og hefst klukkan 19.15. Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta tímanlega til að komast hjá biðröð. Við kveikjum á grillinu klukkutíma fyrir leik þar sem Kjartan grillar ljúffenga Víkings hamborgara. Mætum með fjölskylduna og styðjum Víking.

Tap fyrir Fram í úrslitaleiknum.

2.flokkur Víkings lék um helgina til úrslita á Íslandsmótinu og tapaði eftir hetjulega baráttu 25-22 fyrir Fram. Stákarnir byrjuðu leikinn mun betur og komust m.a. í 4-0 og héldu því forskoti þar sem staðan var 11-15 fyrir Víking í hálfleik. Eitthvað fór pásan illa í okkar menn, því á fyrstu 15 mín. skoruðu Framarar 8 mörk gegn aðeins 1 marki Víkings og breyttu stöðunni í 19-16 sér í vil. Liðin skiptust síðan á að skora og gekk Víkingum illa að minnka munin sem endaði eins og áður sagði 25-22 fyrir Fram og óskum við þeim til hamingju með frábært tímabil þar sem þeir unnu alla þá titla sem í boði voru. 

Markaskor Víkinga var eftirfarandi :
Logi Ágústson 6, Birgir Már Birgisson 5, Magnús Karl Magnússon 5, Arnar Gauti Grettisson 2, Arnar Huginn Ingvarsson 1, Arnór Guðjónsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1, Einar Baldvin Baldvinsson 1

Árangur 2.flokks í vetur er áhugaverður og geta Víkingar verið stoltir af þessum framtíðarleikmönnum, sem margir hverjir léku einnig lykilhlutverk í meistarflokki í vetur. Þessi flokkur var stofnaður aftur á síðasta leiktímabili eftir margra ára hlé og enda vetur í 2.sæti í deildinni, ásamt því að ná alla leið í úrslitaleikinn er frábær árangur. 

Efri röð f.v. : Ægir Hrafn Jónsson aðstoðaþjálfari, Birgir Georgsson liðsstjóri, Finnur Malmquist, Brynjar Kári Kolbeinsson, Bjartur Heiðarsson, Arnar Gauti Grettisson, Einar Balvin Baldvinsson, Hjalti Már Hjaltason, Magnús Karl Magnússon, Gunnar Gunnarsson þjálfari, Margrét Ársælsdóttir sjúkraþjálfi
Neðri rö f.v. Jóhannes Bjarki Birkisson, Birgir Már Birgisson, Logi Ágústsson, Styrmir Steinn Sverrisson, Arnar Steinn Arnarsson, Arnór Guðjónsson, Arnar Huginn Ingason

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna