Forsíðan
Sumardagurinn fyrsti í Víkinni

Sumardagurinn fyrsti var haldið hátíðlegur í Víkinni 20. apríl. Meistaraflokkur karla í fótbolta var á svæðinu og gátu allir sem vildu fengið mynd af sér með strákunum 

HK/Víkingur semur við Margréti Sif og Maggý

Margrét Sif Magnúsdóttir og Maggý Lárentsínusdóttir skrifuðu á dögunum undir tveggja ára samning við HK/Víking. Margrét Sif kom til félagsins síðasta sumar en þetta er fyrsta tímabil Maggýjar með HK/Víking.

Margrét Sif er 24 ára miðjumaður og hefur spilað yfir 60 leiki í efstu deild með FH og Haukum.

Maggý er 24 ára miðvörður og hefur spilað í efstu deild með FH og í 1.deildinni með Þrótti.

Það er HK/Víking mikið gleðiefni að þessir leikmenn hafi gengið til liðs við félagið og skrifað undir samning. Reynsla þeirra, karakter og kunnátta er afar dýrmæt í uppbygginginunni.

Áfram HK/Víkingur 

Tap á móti KR í fyrsta leik

Grátlegt tap í fyrsta leik á móti KR, 20-22 (10-12).
Stúkan var þétt í gær af Víkingum og KRingum og stemmingin frábær. Leikurinn var í járnum allan tíman en KR leiddi með tveim í hálfleik þar sem Arnar Jón var með um helming marka KR.

Úrslitakeppnin 2017

Strákarnir í handboltanum spila um laust sæt í Olís deildinni miðvikudaginn 19. apríl þegar þeir mæta á KR í Víkinni klukkan 20:00

Liðið endaði í 3. sæti deildarinnar í vetur og fær því heimaleikjaréttinn á móti KR sem endaði í 4. sæti deildarinnar. Vinna þarf 2 leiki til þess að komas í úrslitaeinvígið en þar þarf að vinna 3 leiki til að vinna sér þátttökurétt í Olís deild karla næsta haust. 

Liðið þarf þinn stuðning á pöllunum á miðvikudaginn, leikirnir milli þessara liða hafa verið mikil skemmtun og hart tekist á. Þjálfari KR er Ágúst Jóhannsson en hann þjálfi lið Víkinga á síðustu leiktíð.

Hlökkum til að sjá þig í Víkinni næsta miðvikudag, mætum í rauðu.

Áfram Víkingur !! 

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna