FÉLAGIÐ

 

IMG 6407Knattspyrnudeild Víkings og Macron á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning til fjögurra ára um búninga allra flokka. Macron er sportvörufyrirtæki frá Bologna á Ítalíu. Sérsvið Macron er þjónustu við hópíþróttafélög í fótbolta, blaki, handbolta, ruðningi, hafnarbolta, hlaupum og körfubolta.

IMG 6480Borgarráð samþykkti á fundi sínum 11. febrúar síðastliðnum að leggja nýtt gervigras á Víkingsvöllinn. Aðalstjórn félagsins hefur barist fyrir því að fá nýtt gras á völlinn þar sem völlurinn var orðinn verulega slæmur og hættulegur á köflum.

A lið5.flokkur kvenna gerði góða ferð norður á Akureyri á Goðamótið um helgina. Þessi hópur samanstendur af virkilega duglegum og metnaðarfullum stelpum sem leggja sig allar fram í leikjum. Það skilaði sér heldur betur um helgina þar sem stelpurnar spiluðu marga erfiða leiki.

VIKINGUR ConvertedAðalfundur Knattspyrnudeildar Víkings verður haldin í Víkinni miðvikudaginn 17. febrúar 2016 17:30

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

2. Önnur mál. 

Stjórnin

Vikingur Haukar A 3 11.02.16
Nú mætir topplið deildarinnar, Haukar í Víkina.
Við reiknum með hörkuleik og hvetjum því alla Víkinga til að mæta og styðja strákana og mynda góða stemningu í Víkinni.


IMG 6111Um liðna helgi hélt HK/Víkingur knattspyrnumót undir merkjum TM í Kórnum á laugardag og sunnudag. Vel tókst til og skemmtu 1200 keppendur sér mætavel.


Mótið var haldið fyrir, 5., 6., 7. og 8. flokk kvenna. Leikið var í 5. og 6. flokki á laugardeginum og svo 7. og 8. flokki á sunnudeginum. Spilað var með hraðmótssniði þannig að hvert lið fyrir sig keppti 4 leiki á um það bil þremur klukkustundum. Vel tókst til, allar tímasetningar stóðust og ekki annað að heyra á leikmönnum og aðstandendum þeirra en að þeir væru vel glaðir með sinn hlut.

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna