FÉLAGIÐ

Vikingur Haukar A 3 11.02.16
Nú mætir topplið deildarinnar, Haukar í Víkina.
Við reiknum með hörkuleik og hvetjum því alla Víkinga til að mæta og styðja strákana og mynda góða stemningu í Víkinni.


IMG 6111Um liðna helgi hélt HK/Víkingur knattspyrnumót undir merkjum TM í Kórnum á laugardag og sunnudag. Vel tókst til og skemmtu 1200 keppendur sér mætavel.


Mótið var haldið fyrir, 5., 6., 7. og 8. flokk kvenna. Leikið var í 5. og 6. flokki á laugardeginum og svo 7. og 8. flokki á sunnudeginum. Spilað var með hraðmótssniði þannig að hvert lið fyrir sig keppti 4 leiki á um það bil þremur klukkustundum. Vel tókst til, allar tímasetningar stóðust og ekki annað að heyra á leikmönnum og aðstandendum þeirra en að þeir væru vel glaðir með sinn hlut.

IMG 5868
HK/Víkingur hefur fengið góðan liðstyrk þar sem Björk Gunnarsdóttir leikmaður Stjörnunnar hefur gengið í raðir liðsins en hún skrifaði nýverið undir tveggja ára samning.

Björk sem er tuttuguogníu ára hefur átt langan feril í efstu deild en fyrstu leikina í meistaraflokki lék hún fyrir Stjörnuna árið 2001, fyrir 15 árum síðan. 

HKV HAM 06HK/Víkingur keppti við Fram í Reykjavíkurmótinu á fimmtudagskvöld. Sigur hafðist eftir töluverðan barning þar sem sigur hafðist á lokamínútunum eins og á móti Þrótti í fyrsta leiknum í Reykjavíkurmótinu. Þá fór leikurinn 2-1 með marki í uppbótartíma, nú fór leikurinn 3-2 með sigurmarki á 89.  mínútu.

Markaskorunin lagðist þannig í þessum leik að Fram varð fyrra til að skora en liðið komst yfir 1-0 á 26. mínútu en HK/Víkingur jafnaði á 32. mínútu. Þar var á ferðinni Isabella Eva Aradóttir með sitt fyrsta mark í mótsleik með meistaraflokki. Anna María Pálsdóttir gaf þá sendingu utan af hægri kanti þar sem Isabella stakk sér innfyrir vörnina og skoraði. Staðan var síðan jöfn í hálfleik 1-1. 

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna