FÉLAGIÐ

Lára HallgrímsHK/Víkingur lék við hálf-nafna sinn frá Ólafsvík á laugardegi í Lengjubikarnum. Öruggur sigur 3-0 vannst.

Leikurinn var ekki aldraður þegar HK/Víkingur var búið að setja mark sitt á hann. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir sem lék á vinstri kanti í fyrri hálfleik byrjaði mjög frísk og var komin ein á móti markmanni eftir góðan sprett upp kantinn strax á fyrstu mínútu en markvörðurinn varði skot úr þröngu færi. Svo á 2. mínútu náði HK/Víkingur forskoti en þá náði Ingibjörg Björnsdóttir skalla að marki eftir hornspyrnu sem markvörður Ólafsvíkinga náði að verja en hélt ekki boltanum þannig að Lára Hallgrímsdóttir náði að

IMG 6117Formenn knattspyrnudeilda HK og Víkings, þeir Baldur Már Bragason og Friðrik Magnússon hittust ásamt formanni umsjónarráðs HK, Kötlu Guðjónsdóttur á fundi í Fagralundi á fimmtudagskvöld. Erindið var að rita undir nýjan samstarfssamning milli knattspyrnudeilda félaganna um rekstur 2. flokks og meistaraflokks kvenna sem leikið hefur síðan 2001 undir merkjum HK/Víkings.

 

IMG 6407Knattspyrnudeild Víkings og Macron á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning til fjögurra ára um búninga allra flokka. Macron er sportvörufyrirtæki frá Bologna á Ítalíu. Sérsvið Macron er þjónustu við hópíþróttafélög í fótbolta, blaki, handbolta, ruðningi, hafnarbolta, hlaupum og körfubolta.

IMG 6480Borgarráð samþykkti á fundi sínum 11. febrúar síðastliðnum að leggja nýtt gervigras á Víkingsvöllinn. Aðalstjórn félagsins hefur barist fyrir því að fá nýtt gras á völlinn þar sem völlurinn var orðinn verulega slæmur og hættulegur á köflum.

A lið5.flokkur kvenna gerði góða ferð norður á Akureyri á Goðamótið um helgina. Þessi hópur samanstendur af virkilega duglegum og metnaðarfullum stelpum sem leggja sig allar fram í leikjum. Það skilaði sér heldur betur um helgina þar sem stelpurnar spiluðu marga erfiða leiki.

VIKINGUR ConvertedAðalfundur Knattspyrnudeildar Víkings verður haldin í Víkinni miðvikudaginn 17. febrúar 2016 17:30

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

2. Önnur mál. 

Stjórnin

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna