FÉLAGIÐ

Hjólahópur Víkings tekur þátt í WOW Cyclathon og hjólar hringinn í kringum landið í WOW Cyclothon 2017 til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Víkingar nær og fjær

Afmælishlaup Víkings sem verður haldið venju samkvæmt sumardaginn fyrsta 20. apríl nk. 

Tvær vegalengdir verða í boði
1. Vegalengd 8,4 km: Frá horni Garðastrætis og Túngötu að Víkinni.
Hlaupið verður frá horni Garðastrætis og Túngötu, sem leið liggur að Suðurgötu, út alla Suðurgötuna yfir á göngustíginn við Skildinganes. Hlaupið er síðan eftir stígnum inn Fossvoginn að félagsheimili okkar í Víkinni


2. Styttri vegalengdin 4,0 km: Frá bílastæðinu við Nauthól að Víkinni.
Ræst verður á sama tíma frá báðum stöðum kl 14.


Skráning og afhending þátttökunúmera verður við rásmark frá kl 13:30. Ræst verður kl 14 stundvíslega.
Brautargæsla verður við hringtorgið við Þjóðarbókhlöðu
Kl 15:00 verður svo verðlaunaafhending í Víkinni fyrir efstu 3 sætin í karla- og kvennaflokki.

Þetta er frábært hlaup og góð æfing eftir páskahátíðirnar.

Ekkert kostar í hlaupið, hlökkum til að sjá þig 

Áfram Víkingur !! 

 

Kæri íbúi í skemmtilegasta hverfi Reykjavíkur :-)

Nú er komið að árlegri hátíð á sumardaginn fyrsta í hverfinu okkar fimmtudaginn 20. apríl n.k.. Dagskrána má finna á www.vikingur.is

Hefð er fyrir því að vera með veitingar (kaffihlaðborð) fyrir alla sem leggja leið sína í Víkina þennan dag og hefur þetta verið vinsælt meðal allra aldurshópa í hverfinu.

Til þess að hægt sé að vera með slíkt kaffihlaðborð þurfa margar hendur að vinna létt verk og leggja til veitingar.

Því er óskað eftir því að sem flestir geti leggi til bakkelsi á kaffihlaðborðið. Kökur og brauðmeti er það sem er leitað er eftir, en aðrar útfærslur eru líka vel þegnar.

Tekið verður á móti veitingum í Víkinni á sumardaginn fyrsta frá kl. 11 - 13. Vinsamlegast sendið póst á og til þess að tilkynna um veitingar. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að leggja okkur lið og gera kaffihlaðborðið jafn glæsilegt og undanfarin ár.

Kær kveðja, Soffía ( 692-0710) og Lisbeth (898 – 0716) 

Dagsrkáin hefst við Grímsbæ 

Kl 12:00 Grillað við Grímsbæ.  Meistaraflokkur karla í Víking grillar fyrir gesti og gangandi í boði 10-11.

Kl 13:00 Skrúðganga til Bústaðakirkju undir taktfastri tónlist Skólahljómsveitar Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga og skáta.

Kl 13:30 Dagskrá hefst í Bústaðakirkju.Barnakórar kirkjunnar,  línudans  frá eldriborgurum í Hæðagarði, ræðumaður, Dóra Magnúsdóttir og sonur hennar Theodór Guðmundsson. Söngatriði frá Bústöðum og síðan stígur Una Stefánsdóttir á stokk.

Eftir samveru í kirkjunni er dagskrá í Víkinni, 

 KL 13:45 Dagskráin hefst í Víkinni. 

Víkingshlaupið, Hoppukastalar, andlitsmálun, Skátarnir, þrautir og leikir, myndasýning leikskólanna og hið glæsilega kökuhlaðborð og kaffi með því.

14:00 Víkingshlaupið skráning hefst 13:30, boðið er uppá tvær vegalengdir 4 km og 8 km. Ókeypis er fyrir alla að taka þátt. 

14:15 Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu verða á svæðinu 

Það verður sannkölluð skemmtun fyrir alla fjölskylduna sumardaginn fyrsta í Víkinni. 

Áfram Víkingur !! 

 

Jólahappadrætti Víkings hófst fyrir nokkrum dögum síðan og eru iðkendur félagsins þegar farnir af stað um hverfið og byrjaðir að selja miða. 

 Í annað sinn á fjórum dögum mættust lið HK/Víkings og Þróttar, fyrst á fimmtudag í A riðli Íslandsmóts og svo sunnudag í Borgunarbikarnum.

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna