FÉLAGIÐ

Dagsrkáin hefst við Grímsbæ 

Kl 12:00 Grillað við Grímsbæ.  Meistaraflokkur karla í Víking grillar fyrir gesti og gangandi í boði 10-11.

Kl 13:00 Skrúðganga til Bústaðakirkju undir taktfastri tónlist Skólahljómsveitar Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga og skáta.

Kl 13:30 Dagskrá hefst í Bústaðakirkju.Barnakórar kirkjunnar,  línudans  frá eldriborgurum í Hæðagarði, ræðumaður, Dóra Magnúsdóttir og sonur hennar Theodór Guðmundsson. Söngatriði frá Bústöðum og síðan stígur Una Stefánsdóttir á stokk.

Eftir samveru í kirkjunni er dagskrá í Víkinni, 

 KL 13:45 Dagskráin hefst í Víkinni. 

Víkingshlaupið, Hoppukastalar, andlitsmálun, Skátarnir, þrautir og leikir, myndasýning leikskólanna og hið glæsilega kökuhlaðborð og kaffi með því.

14:00 Víkingshlaupið skráning hefst 13:30, boðið er uppá tvær vegalengdir 4 km og 8 km. Ókeypis er fyrir alla að taka þátt. 

14:15 Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu verða á svæðinu 

Það verður sannkölluð skemmtun fyrir alla fjölskylduna sumardaginn fyrsta í Víkinni. 

Áfram Víkingur !! 

 

Jólahappadrætti Víkings hófst fyrir nokkrum dögum síðan og eru iðkendur félagsins þegar farnir af stað um hverfið og byrjaðir að selja miða. 

 Í annað sinn á fjórum dögum mættust lið HK/Víkings og Þróttar, fyrst á fimmtudag í A riðli Íslandsmóts og svo sunnudag í Borgunarbikarnum.

HKV FRA 01

HK/Víkingur tók á móti Fram í Kórnum á fimmtudag og vann öruggan sigur, 5-0.

Leikurinn þessi var hárrétt settur upp af þjálfarateyminu undir forystu Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. Um það bera úrslitin vitni og það líka að HK/Víkingur átti 22 marktilraunir í leiknum. Strax á 1. mínútu hófu leikmenn HK/Víkings að pressa andstæðinganna mjög framarlega á vellinum, varnarmönnum Fram gafst ekkert svigrúm til að leika boltanum sín á milli fengu á sig stífa pressu sem leiddi til óvandraðra langra sendinga fram sem varnarmenn HK/Víkings áttu ekki í neinum vandræðum með og svo sótti lið HK/Víkings hratt í hvert skipti sem tækifæri gafst til, með eldfljóta kantmenn á báðum köntum, Ragnheiði Köru Hálfdánardóttur á vinstri og Guðrúnu Björgu Eggertsdóttur á hægri.

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna