Sögubrot

Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað 21. apríl árið 1908 í kjallaranum að Túngötu 12 í Reykjavík, þar sem Emil Thoroddsen átti heima. Á stofnfundinn mættu 32 drengir. Aðalhvatamenn og í fyrstu stjórn voru fyrirliði hópsins og fyrsti Víkingurinn, Axel Andrésson þá 12 ára gamall, formaður, Emil Thoroddsen 9 ára, ritari og Davíð Jóhannesson, 11 ára, gjaldkeri. Aðrir stofnendurnir voru Páll 8 ára bróðir Axels, og Þórður Albertsson, 9 ára.

  • Hér á heimasíðunni er að finna margvíslegt efni um langa og merkilega sögu: greinar um nokkra af frumherjunum fleiri sem komið hafa við sögu, frumheimildir um liðna tíð. Þessi brunnur er langt í frá þurrausinn og verður aldrei. Meira bætist vonandi við hér síðar og hugsanlegt er að birting sagnabrotanna hér verði einhverjum hvatning til að koma á framfæri við félagið sögumola sem viðkomandi búa yfir eða eiga í fórum sínum.
TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna