Fulltrúaráð Víkings

Knattspyrnufélagið Víkingur rekur umfangsmikla starfsemi í átta íþróttagreinum sem hver um sig þarfnast mannvirkja, þjálfara og annarra starfsmanna, en ekki síst fjármagns og skipulags. Eins og gengur hefur okkur tekst misjafnlega vel upp, stundum mjög vel og í annan tíma miður. Þjálfarar og starfsfólk félagsins í Víkinni eru nánast einu aðilarnir í launuðum störfum hjá félaginu. Stjórnun félagsins fer fram í stjórnum, ráðum og nefndum sem byggist á fórnfúsu vinnuframlagi fjölda Víkinga. Segja má að þeir einstaklingar sem sinna þessum störfum ásamt stuðningsmönnum séu dýrmætasta eign Víkings. Án þeirra væri engin starfsemi, ekkert félag.

Jafnframt er reynt er að skilgreina og skipuleggja starfið á faglegan og skilvirkan hátt þannig að Víkingur verði lifandi félag sem byggir styrk sinn á frjálsu framlagi félagsmanna í leik og starfi.

Framtíð félagsins byggist á því að eiga ávallt stóran hóp karla og kvenna sem finna ánægju og tilgang í að fórna orku og tíma fyrir Víking. Því er mikilvægt að skapa þessu fólki bestu aðstöðu og umhverfi til að sinna störfum sínum. Auknar kröfur um fagmennsku ásamt nýjum tækifærum í starfseminni, eins og t.d. samstarf við grunnskóla, gera það nauðsynlegt að skilgreina skipulag og starfshætti og gera þá sýnilegri en hingað til hefur tíðkast.

Hlutverk fulltrúaráðsins er því að leggja sitt af mörkum að vinna í samræmi við innihald textans hér að ofan. Annars vegar að vinna að hvetjandi verkefnum fyrir alla aldurshópa innan allra íþróttagreina, gera sitt til að ýmislegt í sögu félagsins gleymist ekki, en ekki síst að virkja eldri Víkinga til þátttöku í félagsstarfi Víkinga og virkja fleiri þar.

Svo er það ráðinu kappsmál að Víkin verði fjölsóttari staður og hjartað í félaginu.

Í 6. grein laga Víkings segir : Í félaginu starfar fulltrúaráð samkvæmt “Reglugerð fyrir Fulltrúaráð Víkings”.

Skv. vef Reykjavíkurborgar er Fulltrúaráð Knattspyrnufélagsins Víkings stofnað 1954 en skv. íþróttanámskrá Víkings frá 1999 er fulltrúaráðið stofnað 1951.

Verkefni :

Innheimta félagsgjöld og afla fjár til ýmissa málefna - sem oft koma fyrirvaralítið upp.

Gefa verðlaunagripi í mótum eða keppnum sem fulltrúaráði finnst hæfa.

Framkvæmd Golfmóts Víkings.

Innheimta félagsgjalda.

Framkvæmd Vorfagnaðar Víkings.

Önnur verkefni í vinnslu :

Minningarsteinn um stofnun/stofnendur Víkings.

Vinna að því að settur verði upp Minningarsteinn á auðri lóð við Túngötu 12 til a minnast stofnunar Knattspyrnufélagsins Víkings - Félagið var stofnað þar í kjallara hússins en þar komu saman 32 fermingarpiltar í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið hjá Þórði Thoroddsen, þá starfandi lækni í Reykjavík frá árinu 1904 til dauðadags 1939, föður Emils Thoroddsens eins fermingarpilta, rétt við hornið á Túngötu og Suðurgötu og þar var félagið stofnað.

Ljósmyndir: Bjarnleifi Bjarnleifsyni ljósmyndara muna flestir eftir sem eru komnir einhvers þroska. Bjarnleifur var nánast naglfastur hluti af íþróttamannvirkjum og viðburðum hér á árum áður og er safn hans stórmerkilegt. Þvi safni er haldið til haga. Bjarnleifur var ekki ýtinn maður, né var mikil markaðshyggja að trufla hann , þannig að hann skilur eftir sig mikið safn mynda þar sem ýmislegt merkilegt leynist.

Fulltrúaráðið hefur haft samband við Bjarnleif son hans og biðja hann að kanna hvort þar séu til myndir af atburðum í sögu Víkings sem ekki eru til annars staðar.

Hann ætlar að gera það.

Mörkin. – Halda til haga framgangi útfærslu og afhendingu framtíðarsvæðisins Markarinnar í samvinnu við borgaryfirvöld, íbúa í nágrenninu og þá sem hafa landið á leigu.

Mjög brýnt mál fulltrúaráðsins að koma þvi máli í eðlilegan farveg.

Ýmis samskipti milli félgsins og Borgarinnar.

Varðandi mörg mál t.d. bílastæðamál, skipulagsmál osfrv. - Hafa púlsinn á ferli viðbyggingarinnar Víkurinnar - hækkun.

Kaupa 10-15 manntöfl til notkunar í Félagsheimili Víkings.

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna