Handboltaskóli Víkings.

Vikuna 10.-14. ágúst verður handboltaskóli Víkings.

Börn fædd 2004-2009 (8,7,6 flokkur)
Námskeiðið er frá kl. 9-12.

Verð kr. 7,000.-.
Börn  fædd 2000-2003 (5. og 4. flokkur)
Námskeiðið er frá kl. 13:00 -15:00

Verð kr. 7,000

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum handboltans.
Kennarar verða Ágúst Jóhannsson þjálfari meistaraflokks Víkings og kvennalandsliðs Íslands og Jóhann Gunnlaugsson leikmaður meistaraflokks Víkings ásamt góðum gestum.

Skráningar fara fram á www.vikingur.felog.is

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ólafsson íþróttastjóri Víkings. Netfang  eða í síma 519 7600

 
 
Knattspyrnuskóli Víkings sumar 2015

Knattspyrnuskóli Víkings er fyrir krakka á aldrinum 5-13. Námskeiðin eru ýmist kl. 9-12 eða kl. 9-16. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og frá 16-17  og er það innifalið í gjaldinu.
Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig. Eftir hádegi verður farið í hjólaferðir,ratleiki og margt fleira.
Kennarar við skólann eru íþróttakennarar að mennt og/eða reyndir og sérmenntaðir í sinni íþrótt.

Námskeið 1.    11.  júní – 19. júní/Tvær vikur 
Námskeið 2.    22. júní – 3. júlí /Tvær vikur
Námskeið 3.      6. júlí – 17. júlí /Tvær vikur
Námskeið 4.     20. júlí – 24. júlí /Ein vika

Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið)
Heill dagur - 17.000 kr.
Hálfur dagur - 10.000 kr.
Heill dagur með knattspyrnuæfingum - 15.000 kr.
Veittur verður 10% systkinaafsláttur.
Vikunámskeiðin eru helmingi ódýrari.
Krakkarnir verða að koma með nesti í skólann og það er einn kaffitími fyrir og eftir hádegi og svo hádegishlé. Muna að klæða börnin eftir veðri.Ef veður er vont þá fara yngstu krakkarnir inn í íþróttasal. Skráning fer fram á netinu með þvi að smella á skráning.

 

 

Skráningar fara fram á www.vikingur.felog.is 

 

 

 

 


 

 

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna