Fjórði flokkur kvenna tók þátt í Reycup um helgina. Þjálfarar flokksins, þau Erna og Þórhallur, ákváðu að senda tvö A-lið til leiks. Bæði liðin stóðu sig frábærlega á mótinu og unnu til verðlauna.
Í upphafi síðasta heimaleiks HK/Víkings var tveimur af lykilleikmönnum liðsins veittar viðurkenningar fyrir að hafa náð þeim áfanga að leika 200 leiki fyrir HK/Víking. Það voru þær stöllur Lára Hafliðadóttir og Tinna Óðinsdóttir. Raunar er Tinna með tveggja leikja forskot þar sem hún náði þeim áfanga tveimur leikjum fyrr.
HK/Víkingur fékk ÍA í heimsókní Víkina á miðvikudagskvöld. Liðin skildu jöfn eftir mikinn baráttuleik, ekkert mark skorað frekar en í fyrri umferðinni.
1. deild kvenna Víkingsvöllur.
HK/Víkingur - ÍA
Miðvikudaginn 22. júlí kl. 20.00.