Almennings

 Í annað sinn á fjórum dögum mættust lið HK/Víkings og Þróttar, fyrst á fimmtudag í A riðli Íslandsmóts og svo sunnudag í Borgunarbikarnum.

HKV FRA 01

HK/Víkingur tók á móti Fram í Kórnum á fimmtudag og vann öruggan sigur, 5-0.

Leikurinn þessi var hárrétt settur upp af þjálfarateyminu undir forystu Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. Um það bera úrslitin vitni og það líka að HK/Víkingur átti 22 marktilraunir í leiknum. Strax á 1. mínútu hófu leikmenn HK/Víkings að pressa andstæðinganna mjög framarlega á vellinum, varnarmönnum Fram gafst ekkert svigrúm til að leika boltanum sín á milli fengu á sig stífa pressu sem leiddi til óvandraðra langra sendinga fram sem varnarmenn HK/Víkings áttu ekki í neinum vandræðum með og svo sótti lið HK/Víkings hratt í hvert skipti sem tækifæri gafst til, með eldfljóta kantmenn á báðum köntum, Ragnheiði Köru Hálfdánardóttur á vinstri og Guðrúnu Björgu Eggertsdóttur á hægri.

SKI HKV 01Meistaraflokkur kvenna skrapp í Garðabæinn á föstudagskvöld til leiks við Skínanda, lið nr. 2 hjá Stjörnunni sem telft er fram í 1. deildinni. Góður sigur vannst í rokleik 4-1.

HK/Víkingur fékk óskabyrjun í leiknum þar sem liðið komst yfir strax á 3. mínútu í sinni fyrstu alvöru sókn. Þá tók Milena Pesic hornspyrnu sem datt fyrir fætur Margrétar Evu Sigurðardóttur sem stödd var óvölduð inn á markteig og lagði boltann af öryggi í markið af stuttu færi. Vel klárað það.

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna